Glóð er stjaki fyrir lítil jólakerti sem seldur er til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. Með kaupum á Glóð sameinast í einni gjöf vönduð íslensk hönnun og stuðningur við nauðsynlega starfsemi Konukots.

Um Glóð

Glóð er verkefni sem fæddist á vinnuborði gullsmiðsins Erlings Jóhannessonar og fyrsti stjakinn kom út fyrir jólin 2023. Í dag er það styrktarfélagið Glóð sem stendur að baki verkefninu. Glóð er tilvalin jólagjöf, því með kaupum á Glóð  sameinast stuðningur við lífsnauðsynlega starfsemi Konukots og fallega hönnun í jólagjöf.

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilslausar konur. Konukot er rekið af félagasamtökunum Rótinni og þjónar hópi sem hefur fjölbreyttan bakgrunn og þarfir. Hugmyndafræði Rótarinnar byggist á því að nálgast fíkn sem fjölþættan vanda, afleiðingu áfalla og félagslegra aðstæðna. 

Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína, því fer allur ágóði sölunnar óskiptur til Konukots. 

Um Konukot