Um Glóð

Glóð er verkefni sem fæddist á vinnuborði gullsmiðsins Erlings Jóhannessonar og fyrsti stjakinn kom út fyrir jólin 2023, í dag er það styrktarfélagið Góð sem stendur að baki verkefninu. Glóð er tilvalin jólagjöf, því með kaupum á Glóð sameinast stuðningur við lífsnauðsynlega starfsemi Konukots og fallega hönnuð jólagjöf.

Konukot er neyðarskýli fyrir heimilslausar konur. Konukot er rekið af félagasamtökunum Rótinni, og þjónar hópi sem hefur fjölbreyttan bakgrunn og þarfir. Hugmyndafræði Rótarinnar byggist á því að nálgast fíkn sem fjölþættan vanda, afleiðingu áfalla og félagslegra aðstæðna.

Allir sem koma að verkefninu gefa vinnu sína, því fer allur ágóði sölunnar óskiptur til Konukots.

 

 

 

 

Glóðin skilar af sér

Þann 14. febrúar heimsóttum við Konukot og skiluðum af okkur afrakstri Glóðarinnar 2023. Með í för voru nokkrir velunnarar Glóðarinnar, en stór hópur lagðist af örlæti á árarnar með okkur, við erum staðráðin í að gera en betur að ári.

Alls skilaði Glóðin rúmlega 3,4 milljónum til Konukots sem eflaust mun koma strfseminni að góðu gagni.

Fyrsta Glóðin kynnt

Fimmtudaginn 26. Október var fyrsta Glóðin tendruð. Þessi kertastjaki er sá fyrsti í sex þátta seríu jólastjaka sem koma mun út fyrir hver jól til stuðnings Konukoti. Á samkomunni sem haldin var í Smiðsbúðinni komu leikkonurnar Ólafía Hrönn, Ilmur kristjánsdóttir, Harpa Arnardóttir og Katla Margrét.  Fullt var út úr dyrum og Þóra Björg Sirrýardóttir flutti hjartnæma tölu áhrif og þýðingu Konukots fyrir bata sinn og hennar stöðu í dag.